Orkumálinn 2024

„Ég fékk bara gamla fílinginn“

„Júní er fjölmennasti mánuður sem við höfum fengið á tjaldstæðunum síðan talningar hófust árið 2001 og júlí lofar mjög góðu,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, aðstoðarskógarvörður og umsjónarmaður tjaldstæðanna í Hallormsstað.


Bergrún Arna segir að gistinætur í júní á tjaldsvæðunum í Atlavík og Höfðavík hafi verið 4430 samanborið við 1300 í fyrra, en þá eru allir þeir taldir sem gista á svæðinu, bæði börn og fullorðnir. Meðaltalið í júní frá árinu 2001 eru 1800 gistinætur í júní.

„Júlí fór einnig mjög vel af stað hjá okkur og endar líklega í hærri kantinum. Júlí er þó ofsalega breytilegur, við höfum séð allt upp í 13.000 gistinætur og niður í 2600, þannig að það er alltaf eriftt að spá fyrir um hvað verður.“

Bergrún Arna segir stóran hluta gesta farið af svæðinu síðastliðinn mánudag þegar aðeins fór að kólna, en þó sé þar enn dágóður hópur. Sjálf hefur hún starfað í tengslum við tjaldstæðin í Hallormsstað síðastliðin 30 ár. 

„Það voru þrjár nætur sem fylltust hjá okkur í Höfðavík um daginn, en það voru alltaf einhverjir lausir blettir í Atlavík, hún fylltist ekki alveg eins og gerist stundum í gamla daga áður en Höfðavíkin var tekin í notkun.“

„Fólk vildi bara komast í góða veðrið“
Bergrún Arna segir að þrátt fyrir mikinn fjölda gesta hafi allt gengið að óskum og umgengni um svæðið verið góð.

„Margir voru lengi, ég veit um einstaklinga sem voru hér í hálfan mánuð. Fimm dagar upp í viku var algengt, fólk vildi bara komast í góða veðrið. Það var mikið af barnafjölskyldum af svæðinu og margar þeirra með allt upp í fjögur börn – ég fékk bara gamla fílinginn, þann sem var fyrir hrun þegar fjölskyldur voru að fara hringinn með krökkunum,“ segir Bergrún Arna og bætir því við að fljótið hafi verið ansi vinsælt hjá yngri kynslóðinni. „Krakkarnir voru bara í fljótinu og menn voru farnir að kalla svæðið Costa Del Austurland eða Tenerife Hérað.“

Um framhaldið næstu daga segir Bergrún að sé erfitt um að spá. „Það er ekkert afgerandi góðviðri í kortunum, en það átti heldur ekki að vera besta veðrið hér í gær, en hitinn mældist þó hæstur hér í Hallormsstað, 22 stig í glanpandi sól.“

Umsjónamaður tjaldstæða í Fjarðabyggð hafði svipaða sögu að segja, það sem af er ári hafa gestir verið mun fleiri en í fyrrasumar

Mesta söluaukningin hjá ÁTVR fyrir ausan í sumar
Töluverð aukning hefur verið á sölu áfengis í Vínbúðum á svæðinu frá Djúpavogi til Vopnafjarðar í sumar í ljósi vaxandi fólksfjölda á svæðinu.

„Já, söluaukningin hefur verið áberandi mest á Austurlandi það sem af er sumri. Samanlögð sala í júní og það sem af er júlí er 17% meiri en í fyrra. Ef ég skoða bara júní þá er 15% aukning frá því í fyrra og 21% aukning það sem af er júlí,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.