Keppt um bestu jólasmásöguna í grunnskólum Fjarðabyggðar

Menningarstofa Fjarðabyggðar í samstarfi við grunnskólana í Fjarðabyggð efnir til jólasmásagnakeppni á aðventunni. Þátttaka er opin öllum nemendum í grunnskólum Fjarðabyggðar, en veitt verða vegleg bókaverðlaun fyrir bestu sögurnar í þremur aldurshópum – fyrir yngsta stig, miðstig og efsta stig.

Lesa meira

Lýsa upp byggingar til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi

Soroptimistaklúbbur Austurlands er meðal þeirra sem taka þátt í alþjóðlegu átaki um vitundarvakningu um útrýmingu kynbundins ofbeldis. Kirkjur og nokkrar opinberar byggingar í Múlaþingi eru af því tilefni lýstar upp með appelsínugulum lit.

Lesa meira

Breytt snið á aðventunni á Vopnafirði

Vegna samkomutak­markana fagna Vopnfirðingar aðvent­unni með breyttu sniði þetta árið. Leikskólinn Brekkubær verður í sviðsjósinu.

Lesa meira

Varað við ferðalögum milli landshluta

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands ítrekar fyrri leiðbeininga til Austfirðinga um að ferðast ekki milli landshluta nema brýna nauðsyn beri til.

Lesa meira

Útlit komið á nýja íþróttahúsið á Reyðarfirði

Frá því í vor hefur staðið yfir undirbúningur að byggingu á nýju íþróttahúsi á Reyðarfirði. Nú er hönnun hússins lokið og útlit þess komið. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við það hefjist fljótlega á nýju ári.

Lesa meira

Loðnan sem Polar Amaroq fann er stór og falleg

Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq kom til Neskaupstaðar í nótt að loknum loðnuleitarleiðangri sem hófst sl. föstudag. Loðnan sem fannst er stór og falleg.

Lesa meira

Ekkert Covid-smit á Austurlandi

Íbúi á Fljótsdalshéraði, sem greindist með Covid-19 veiruna þann 17. nóvember síðastliðinn, er ekki lengur með veiruna og laus úr sóttkví. Þar með er enginn lengur með veiruna á Austurlandi.

Lesa meira

Bjargráðasjóður fær 500 milljónir króna vegna kaltjóna

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tryggt aukið fjármagn til Bjargráðasjóðs vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna síðasta vetur. Veitt verður 500 milljónum aukalega í sjóðinn á árinu 2020.

Lesa meira

Sauðagull og Nielsen á Uppskeruhátíð

Tvö sprotafyrirtæki á Austurlandi, Sauðagull og Nielsen, verða í hópi níu sprotafyrirtækja á Uppskeruhátíð á morgun. Hátíðin er á vegum Icelandic startups og Íslenska sjávarklasans.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.