Ekkert Covid-smit á Austurlandi

Íbúi á Fljótsdalshéraði, sem greindist með Covid-19 veiruna þann 17. nóvember síðastliðinn, er ekki lengur með veiruna og laus úr sóttkví. Þar með er enginn lengur með veiruna á Austurlandi.

Þetta er staðfest í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands. Einn einstaklingur er þó enn í sóttkví.

Aðgerðastjórn hvetur íbúa til dáða sem fyrr, til að ríghalda í þá góðu stöðu sem er og hefur verið í fjórðungnum og gefa hvergi eftir í sóttvörnum. Í því felst að halda tveggja metra fjarlægð, nota grímu þar sem það er áskilið, muna handþvott og sprittnotkun.

„Höldum einbeitingu, styðjum og hvetjum hvert annað til dáða og gerum þetta saman.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.