Rithöfundalestin 2020: Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson

Dauði skógar er þriðja skáldsaga Fellbæingsins Jónasar Reynis Gunnarssonar, sem með fyrri verkum hefur skipað sér í röð helstu ungskálda þjóðarinnar.

„Þetta er fyrsta bókin mín sem gerist ekki í borg heldur er sögusviðið lítið þorp úti á landi. Hún fjallar um fjölskylduföður, smið sem er nýbúinn að selja fyrirtækið sitt,“ segir Jónas um bókina.

„Hann situr á töluverðum fjárhæðum en veit ekki hvað hann á að gera næst. Hans helsta ástríða er lítill skógur rétt fyrir utan þorpið sem hann og pabbi hans hafa ræktað en í miklum rigningum fellur aurskriða í hlíðinni þar sem skógurinn er og í ljóst koma sprengjur frá síðari heimsstyrjöldinni.

Þetta situr líf hans á hvolf á sama tíma og hann glímir við vandamál í fjölskyldunni. Hann upplifir að dauðinn sæki að honum úr öllum áttum en á sama tíma þráir hann, eða örvæntir um, að finna sér griðastað.“

Rithöfundalestin hefur verið árviss viðburður á Austurlandi þar sem landsþekktir rithöfundar, í bland við austfirska höfunda, hafa lesið upp úr nýútkomnum verkum sínum. Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.