Loðnan sem Polar Amaroq fann er stór og falleg

Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq kom til Neskaupstaðar í nótt að loknum loðnuleitarleiðangri sem hófst sl. föstudag. Loðnan sem fannst er stór og falleg.

Lesa meira

Flughált víða á Héraði

Flughálka er víða á Héraði, á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Lesa meira

Stjórnendum í ferðaþjónustu boðin þátttaka í Ratsjánni

Landshlutasamtök sjö landsvæða á Íslandi hafa tekið sig saman um að bjóða stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum þátttöku í nýrri útgáfu af Ratsjánni, samtengdu verkefni sem hefst í upphafi árs 2021.

Lesa meira

Sauðagull og Nielsen á Uppskeruhátíð

Tvö sprotafyrirtæki á Austurlandi, Sauðagull og Nielsen, verða í hópi níu sprotafyrirtækja á Uppskeruhátíð á morgun. Hátíðin er á vegum Icelandic startups og Íslenska sjávarklasans.

Lesa meira

Vandræði með götulýsingu í Fjarðabyggð

Talsvert mikið af ábendingum hefur borist til framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar vegna götulýsingar í bæjarkjörnunum. Undanfarið hefur verið unnið að því að lagfæra götulýsinguna þar sem þess hefur verið þörf, en vinna við það hefur því miður gengið hægar en gert var ráð fyrir.

Lesa meira

Hörð mótmæli veiðifélaga vegna laxeldis í Seyðisfirði

„Stjórnir Veiðifélaga Hofsár og Sunnudalsár, Selár og Vesturdalsár í Vopnafirði mótmæla harðlega áformum Fiskeldis Austfjarða um 10.000 tonna laxeldi, sem áætlað er að innihaldi 6500 tonn af ógeldum norskum eldislaxi, í opnum sjókvíum í Seyðifirði.“

Lesa meira

Hluturinn í Fiskeldi Austfjarða metinn á 20 milljarða

Norska laxeldisfélagið Måsöval eignaðist nýlega 55,6% hlut í Fiskeldi Austfjarða. Á vefsíðunni laks.no segir að andvirði þessa hlutar sé metið á rúmlega 1,3 milljarða nkr. eða um 20 milljarða kr. Samkvæmt því er verðmatið á Fiskeldi Austfjarða í heild um 38 milljarðar kr.

Lesa meira

Ný starfsstöð Hafró í Neskaupsstað frá áramótum

Frestur til að sækja um tvær nýjar stöður hjá nýrri starfsstöð Hafrannsóknarstofun (Hafró) í Neskaupsstað rennur út nú um mánaðarmótin. Ráðið verður í stöðurnar um áramótin og tekur starfsstöðin þá til starfa.

Lesa meira

Fækka tilkynningum á ný

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurland hefur ákveðið að byrja á ný að senda tilkynningar um stöðu Covid-19 faraldursins í fjórðungum til íbúa aðeins á þriðjudögum og föstudögum.

Lesa meira

Vilja halda rafrænt þorrablót á næsta ári

Þorrablótsnefnd Egilsstaða hefur óskað eftir fjárstuðningi hjá sveitarfélaginu til þess að hægt verði að koma á rafrænu þorrablóti á næsta ári.

Lesa meira

Ekkert smit í viku

Vika er nú liðin frá því að Covid-19 smit greindist á Austurlandi. Teljandi líkur eru taldar á að fleiri greinist með smit þótt hættan sé ekki liðin hjá. Ekki tókst að rekja hvaðan smitið barst.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.