Ný starfsstöð Hafró í Neskaupsstað frá áramótum

Frestur til að sækja um tvær nýjar stöður hjá nýrri starfsstöð Hafrannsóknarstofun (Hafró) í Neskaupsstað rennur út nú um mánaðarmótin. Ráðið verður í stöðurnar um áramótin og tekur starfsstöðin þá til starfa.

Annarsvegar er um að ræða stöðu sérfræðings í fiskifræði eða skyldum greinum og hinsvegar stöðu rannsóknarmanns.
Berglind Björk Hreinsdóttir mannauðsstjóri Hafró segir að ákveðið hafi verið að hafa starfsstöðina í Neskaupsstað að ósk ráðherra.

„Þetta er hluti af þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að auka opinber störf á landsbyggðinni. Starfsmennirnir í Neskaupsstað munu gegna svipuðum störfum og á öðrum starfsstöðum stofnunarinnar,“ segir Berglind Björk.

Fram kemur í auglýsingu um stöðurnar að ekki er krafist sérmenntunar hvað varðar stöðu rannsóknarmanns.

„Sú staða er staða aðstoðarmanns sérfræðings og því ekki krafist sérmenntunar. Hinsvegar er kostur ef viðkomandi hefur líffræðimenntun eða reynslu af stöfum á þeim vettvangi,“ segir Berglin Björk.

Þá kemur fram í máli hennar að verið sé að semja um húsnæði undir starfsstöðina í Neskaupsstað og verður húsnæðið væntanlega tilbúið fyrir áramótin.

Mynd: Hafró.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.