Búið að virkja jólasjóð Fjarðabyggðar

Búið er að virkja jólasjóð Fjarðabyggðar. Um er að ræða hefð sem skapast hefur á undanförnum árum þar sem ýmis samtök, félög og kirkjan standa saman að fjársöfnun til handa þeirra sem þurfa aðstoð fyrir jólin.

Lesa meira

Engin smit greindust í sýnatöku

Þeim sem eru í sóttkví eftir að Covid-19 smit greindist á Austurlandi á þriðjudag hefur fækkað verulega. Sýni voru tekin úr yfir 30 manns í gær og reyndust öll neikvæð.

Lesa meira

Búast við niðurstöðum sýnatöku seint í kvöld

Nær allir þeir sem fóru í sóttkví eftir að Covid-19 smit kom upp á Austurlandi á þriðjudag, fóru í sýnatöku í morgun. Niðurstöðu hennar er að vænta seint í kvöld. Þangað til verða einstaklingarnir í sóttkví.

Lesa meira

Hvorki fleiri smitaðir né í sóttkví

Ekki hafa greinst fleiri Covid-19 smit á Austurlandi í kjölfar þess að einstaklingur á Fljótsdalshéraði greindist með veiruna á þriðjudag. Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands vonast til þess að búið sé að ná utan um smitið þótt upprunni þess sé enn ókunnur.

Lesa meira

Vel yfir 200 undirskriftir komnar á Seyðisfirði

Vel yfir 200 íbúar á Seyðisfirði hafa ritað undir áskorun um að hætt verði við áform um laxeldi í firðinum. Skoðanakönnun á netinu sýnir einnig að stór hluti íbúa Seyðisfjarðar er andvígur laxeldinu.

Lesa meira

Finna að þunginn og þreytan er að aukast

Erfiðari mál eru farin að berast inn á borð hjá félagsþjónustu austfirskra sveitarfélaga og öðrum sem annast sálgæslu og andlegan stuðning á svæðinu. Ljóst er að þreytu er farið að gæta í fjórðungnum þótt Austfirðingar hafi að mörgu leyti sloppið vel í Covid-19 faraldrinum.

Lesa meira

Varað við vindi í fyrramálið

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði og Suðausturland vegna yfirvofandi storms í fyrramálið.

Lesa meira

Vilja að Múlaþing beiti sér fyrir lokun á Skápnum

Heimastjórn Borgarfjarðar fer þess á leit við sveitarstjórn Múlaþings að unnið verði að lokun svokallaðs Skáps fyrir togveiðum. Á þessu svæði geta togarar veitt alveg upp að 6 mílna mörkum fyrir utan þorpið. Togveiðar þarna séu ógn við kjarnastarfsemi brothættrar byggðar.

Lesa meira

Plasthlíf kemur ekki í stað grímu

Hjálmar með plasthlífum án grímu veita ekki þá vörn gegn dreifingu Covid-19 sem þörf er á. Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur íbúa til að vera meðvitaða um mikilvægi grímunotkunar.

Lesa meira

Um 15% smita tekst ekki að rekja

Ekki hefur enn tekist að rekja uppruna Covid-19 smits sem greindist á Austurlandi á þriðjudag. Ekki tekst alltaf að rekja uppruna allra smita.

Lesa meira

„Við erum hér til að vinna með samfélaginu“

Bílstjórar sem keyra fyrir Sæti hópferðir, fyrirtækið sem sér um skólaakstur á Fljótsdalshéraði, eru nær allir komnir í sjálfskipaða sóttkví eftir að skólabílstjóri fyrirtækisins greindist með Covid-19 smit í gær. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir starfsmenn þess hafa lagt sig fram í sóttvörnum og vonast til að íbúar sýni erfiðum aðstæðum skilning.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.