Plasthlíf kemur ekki í stað grímu

Hjálmar með plasthlífum án grímu veita ekki þá vörn gegn dreifingu Covid-19 sem þörf er á. Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur íbúa til að vera meðvitaða um mikilvægi grímunotkunar.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnarinnar í dag. Þar kemur fram að aðeins hafi borið á að starfsfólk í afgreiðslu í verslunum á svæðinu hafi notað slíka hjálma en engar grímur. Þeim hafi verið bent á að hjálmarnir dugi ekki og er athygli almennings vakin á hinu sama.

Ekki hefur greinst nýtt smit í fjórðungnum frá því á þriðjudag. Sá sem þá veiktist hefur síðan verið í einangrun og nýtur reglulegs eftirlits og ráðgjafar heilbrigðisstarfsfólks. Aðgerðastjórnin hvetur íbúa til að gæta að sinum persónubundnu sóttvörnum og vekur sérstaka athygli á mikilvægi grímunotkunar, sem er meðal annars skylda í öllum verslunum. Samkvæmt tölum frá Covid.is fækkar áfram í sóttkví og eru aðeins tveir einstaklingar eftir í þeim hóp, samanborið við fimm í gær og 38 á föstudag.

„Höldum áfram að ganga þennan COVID veg saman, gætum hvert að öðru, styðjum hvert annað og komumst þannig saman í mark.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.