Hvorki fleiri smitaðir né í sóttkví

Ekki hafa greinst fleiri Covid-19 smit á Austurlandi í kjölfar þess að einstaklingur á Fljótsdalshéraði greindist með veiruna á þriðjudag. Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands vonast til þess að búið sé að ná utan um smitið þótt upprunni þess sé enn ókunnur.

Í gær var staðfest að 37 manns væru komin í sóttkví vegna smitsins. Ekki hafa fleiri bæst í þann hóp.

Sex þeirra voru sendir í sýnatöku í gærmorgun. Niðurstaða úr henni kom í gærkvöld og voru öll sýnin neikvæð.

Aðrir sem eru í sóttkví verða skimaðir á morgun en þá verður vika liðin frá því þeir voru síðast í tengslum við þann smitaða. Það er samkvæmt verklagi. Framhald sóttkvíar þeirra ræðst af niðurstöðu þeirrar skimunar.

Aðgerðastjórn minnir Austfirðinga á að gæta að sínum persónulegu smitvörnum, sérstaklega í ljósi þess að enn er óvíst hvernig viðkomandi smitaðist. Aðgerðastjórnin er þó vongóð um að búið sé að ná utan um verkið og fleiri smit greinist ekki. Enn sé samt nauðsynlegt að sýna sérstaka aðgæslu næstu vikuna.

„Höldum áfram að gera þetta í sameiningu og styðjum hvert annað, öll sem eitt.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.