Búast við niðurstöðum sýnatöku seint í kvöld

Nær allir þeir sem fóru í sóttkví eftir að Covid-19 smit kom upp á Austurlandi á þriðjudag, fóru í sýnatöku í morgun. Niðurstöðu hennar er að vænta seint í kvöld. Þangað til verða einstaklingarnir í sóttkví.

Alls eru 38 einstaklingar í sóttkví sem stendur í fjórðungnum og var sýni tekin úr þeim flestum í morgun. Fleiri smit hafa ekki greinst enn.

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands eru íbúar fjórðungsins minntir á að gæta að orðum sínum og framkomu í aðstæðum sem þessum.

Enginn vilji smitast og jafnvel þótt ýtrustu aðgæslu sé gætt geti komið upp smit. Þetta kalli að samfélagið sýni þeim sem smitast samkennd og tillitssemi í orðum og athöfnum.

Viðbrögð við smiti segi mikið um hverrar gerðar fólk sé og þar hafi Austfirðingar staðið sig vel síðusut mánuði. Aðgerðastjórnin þakkar fyrir það um leið og hún treystir á áframhaldandi samstöðu því þannig verði sigrast á faraldrinum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.