Um 15% smita tekst ekki að rekja

Ekki hefur enn tekist að rekja uppruna Covid-19 smits sem greindist á Austurlandi á þriðjudag. Ekki tekst alltaf að rekja uppruna allra smita.

Þetta var meðal þess sem framkom á upplýsingafundi almannavarna í morgun þar sem spurt var út í hvernig gengi að rekja smitið.

„Samkvæmt mínum upplýsingum hefur ekki tekist að rekja það fyllilega, enda er það svo að 15% smita tekst ekki að rekja. Mögulega er þetta eitt þeirra.

Fólk með lítil einkenni getur dreift verunni og kannski er þetta slíkt tilfelli,“ svaraði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands í morgun kom fram að ekki væri búið að finna uppruna smitsins. Vonir stæðu þó til þess að búið væri að ná utan um og hindra frekari útbreiðslu þess. Tæplega 40 manns eru í sóttkví í fjórðungnum vegna þess.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.