Búið að virkja jólasjóð Fjarðabyggðar

Búið er að virkja jólasjóð Fjarðabyggðar. Um er að ræða hefð sem skapast hefur á undanförnum árum þar sem ýmis samtök, félög og kirkjan standa saman að fjársöfnun til handa þeirra sem þurfa aðstoð fyrir jólin.

Fjallað er um málið á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að hefð sé komin á samvinnu Rauða kross deilda í Fjarðabyggð, Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, Mæðrastyrksnefndar Kvenfélagsins Nönnu, Kvenfélags Reyðarfjarðar, Kaþólsku kirkjunnar og Þjóðkirkjunnar við að styrkja einstaklinga og fjölskyldur í Fjarðabyggð sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin. Þá hefur styrkjum í sjóðinn einnig verið safnað frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum.

Hægt er að styrkja sjóðinn með því að leggja inn á reikning 569-14-400458 kt. 520169-4079, en söfnunarreikningurinn er í nafni Eskifjarðarkirkju og allt fé sem safnast rennur óskipt til einstaklinga sem eru í þörf fyrir aðstoð.  

Sjóðurinn vill koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem hafa styrkt hann síðust ár.

Tekið er á móti umsóknum í sjóðinn í gegnum netföngin This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  til og með 8. desember 2020.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.