Orkumálinn 2024

Útlit komið á nýja íþróttahúsið á Reyðarfirði

Frá því í vor hefur staðið yfir undirbúningur að byggingu á nýju íþróttahúsi á Reyðarfirði. Nú er hönnun hússins lokið og útlit þess komið. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við það hefjist fljótlega á nýju ári.

Fjallað er um málið á vefsíðu Reyðarfjarðar. Þar segir að á vordögum var settur saman starfshópur um nýtt íþróttahús á Reyðarfirði. Í hópnum áttu sæti fulltrúar Íbúasamtakanna á Reyðarfirði, ungmennafélagsins Vals, formenn íþrótta- og tómstundanefndar, eigna- skipulags-, og umhverfisnefndar, ásamt tveim bæjarráðsmönnum auk nokkurra embættismanna.

Hópurinn fundaði nokkrum sinnum frá því í apríl til nóvember og ræddi um staðsetningu, skipulagsmál og tegund þess húsnæðis sem reisa ætti. Ákveðið var að húsið skyldi reist á svæðinu við núverandi íþróttahús á Reyðarfirði, en þannig nýtist búningsaðstaða  sem fyrir er í íþróttamannvirkjum á Reyðarfirði. Leitað var til Verkfræðistofunnar Mannvits vegna hönnunar hússins og efnisvals.

Jarðvegsvinna á svæðinu hófst síðan í sumar, en lögð var áhersla á að ljúka henni áður en skóli yrði settur í haust. Á meðan vann Mannvit að loka hönnun byggingarinnar, í samvinnu við starfshópinn og liggur hún nú fyrir. Um er að ræða límtréshús sem er um 1500 fermetrar. auk þess sem gert er ráð fyrir tengibyggingu við núverandi íþróttahús sem er rúmlega 200 fermetrar.

Nú hefur verið auglýst útboð á uppsteypu og grunnlögnum hússins, og gert er ráð fyrir að þeim verkþætti verði lokið í mars 2021 þannig að hægt verði að hefja vinnu við að reisa húsið sjálft. Gert er ráð fyrir að íþróttahúsið verði komið í notkun á haustmánuðum 2021 en frágangur við tengibyggingu að innan verði unninn í kjölfarið.

Mynd: Fjardabyggd.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.