Orkumálinn 2024

Mikilvægt að fólk haldi sig heima finni það fyrir einkennum

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands beinir því til Austfirðinga að halda sig heima finni þeir til veikinda, einkum einkenna Covid-19 veirunnar.

Aðgerðin geta til dæmis verið kvef, hiti, hálssærindi, beinverkir, skert bragð- eða lyktarskin, niðurgangur og uppköst.

Er fólki ráðlagt að hafa samband við næstu heilsugæslu eða hringja í 1700, sameiginlegan vaktsíma fyrir allt landið, verði það vart við einkenni. Sé fólk í vafa sé betra að eiga samtalið en sleppa því.

Sem fyrr er einn einstaklingur í einangrun í fjórðungnum með virkt smit og annar í sóttkví.

„Gætum að okkur sem fyrr, tökum ekki áhættu á þessum óvissutímum þar sem enn ein smithrinan virðist hafa gert vart við sig og gerum þetta saman,“ segir í tilkynningunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.