Opnað fyrir umsóknir í jólasjóð Vopnafjarðar

Búið er að opna fyrir umsóknir í Velferðarsjóð Vopnfirðinga fyrir jólaaðstoð í ár.

Greint er frá þessu á vefsíðu sveitarfélagsins. Þar segir að sjóðurinn úthluti fjárhagsaðstoð til þeirra sem á þurfa að halda fyrir jólahátíðina og hafa lögheimli í Vopnafjarðarhreppi.

Sjóðurinn er styrktur af Kiwanisklúbbnum Öskju og Kvennfélaginu Lindin ásamt fyrirtækjum og einstaklingum á Vopnafirði.
Á vefsíðunni segir að sjóðurinn vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem styrkja hann. Úthlutað verður úr sjóðnum um miðjan desember.

Umsóknir og ábendingar um fjárhagsaðstoð berist til sóknarprests Vopnafjarðarkirkju eða til skrifstofufulltrúa Vopnarfjarðarhrepps.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.