Til stendur að gera skoðanakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningunum á morgun, um hug Breiðdælinga til sameiningar við önnur sveitarfélög. Sveitarstjórinn segir könnunina aðeins vera til að gefa nýrri sveitarstjórn veganesti.
Rekstur Vopnafjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fjarðabyggðar, Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs er í lagi og stendur undir skuldbindingum sveitarfélaganna. Breiðdalshreppur er á móti eitt verst stadda sveitarfélag landsins.
Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, segir heimamenn freka þiggja 400 tonna frá Byggðastofnun frekar en ekki neitt. Meira þurfi samt að koma til þannig að fiskvinnsla á staðnum verði tryggð.
Oddviti Á-listans á Fljótsdalshéraði vill að settar verði upp sýningar ætlaðar ferðamönnum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Listinn vill eins að Valaskjálf verði miðstöð sviðslista á svæðinu. Önnur framboð styðja áframhaldandi uppbyggingu menningarstarfs í Sláturhúsinu.
Menningarráð Austurlands hefur úthlutað 73 menningarstyrkjum samkvæmt menningarsamningi ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál. Alls bárust á annað hundrað umsókna og heildarupphæð úthlutunar nemur ríflega 40 milljónum króna. Menningarsvið Austurbrúar hefur umsjón með framkvæmd menningarsamnings og úthlutun.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar vill að skoðaðir verði betur kostir þess að rjúfa Seyðisfjarðar með svokölluðum Samgöngum. Norðfjarðargöng teljast fyrsti áfanginn í þeirri framkvæmd.
Starfsmenn Fiskeldis Austfjarða hafa undanfarnar tvær vikur unnið hörðum höndum að því að flytja seiði í fiskeldið í Berufirði. Gert er ráð fyrir að 600 þúsund seiði bætist í kvíarnar í sumar.
Minnisvarði um það þegar sex af sjö skipverjum Goðans og fimm manna áhöfn Bergvíkur VE var bjargað sitt hvorum megin við áramótin 1994 af strandstað í Vöðlavík verður afhjúpaður þar á föstudag.
Flestir þeirra lista sem bjóða fram á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor telja nauðsynlegt að endurskoða skipulag miðbæjarins á Egilsstöðum. Sjálfstæðisflokkurinn vill þó að haldið verði áfram eftir núverandi skipulagi.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði segja að ráðast verði í heildarskoðun á rekstri sveitarfélagsins með það fyrir augum að minnka skuldir þess. Þar verði ekkert undanskilið. Oddviti Framsóknarmanna segir áhuga flokksins á skuldunum nýtilkominn og sakar sjálfstæðismenn um að segja bara hálfa söguna.