Tólf herbergjum bætt við á Hótel Austur á Reyðarfirði

hotel austurNú er að rísa viðbygging við Hótel Austur á Reyðafirði, en áætlað er að tólf ný herbergi verið tekin í gagnið í vor.

„VHE er að reisa þetta fyrir okkur úr forsteytum einingum. Sökklarnir eru komnir og byrjað verður á aðalhæðinni fyrir áramót, en allt á að vera orðið klárt til þess að geta opnað fyrir sumarvertíðina," segir Jónas Helgason, eigandi Hótel Austur og Tærgesen.

Hótelið taldi 20 herbergi fyrir sem Jónas segir ekki hafa verið nóg. „Það var ekki hentug stærð til þess að taka á móti stórum hópum, með því að bæta við 12 herbergum verðum við með 32 glæsileg herbergi, en jafnframt er verið að endurnýja þau herbergi sem fyrir voru á hótelinu."

Jónas segir mikið að gera yfir sumartímann, en vertíðin sé vissulega of stutt í annan endann og vonar að það fari að breytast.

Eins og flestum er kunnugt var Tærgesen aðal-sviðsmynd Fortitude þáttanna, en nú er undirbúiningur hafinn fyrir þáttaröð tvö. „Tökur hefjast í febrúar en þeir eru farnir að smíða hjá okkur, þannig segja má að við séum komin í Svalbarðabúininginn á ný."


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.