Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir sveitarfélagið vera á góðri leið með að borga niður skuldir sínar. Jafnvægi sé komið í reksturinn eftir niðurskurð síðustu ár.
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir það óyggjandi að margir hafi veikst vegna myglusvepps í húsum. Skoða þurfi málið heildstætt, út frá tryggingu og heilbrigðiskerfinu. Hann tekur jákvætt í hugmyndir um að fá Íbúðalánasjóð til að hýsa þá sem ekki geta búið í húsum sínum sem eru skemmd.
Páll Baldursson, sveitarstjóri Breiðdalshrepps, gagnrýnir íslensk stjórnvöld harðlega fyrir vinnubrögð þeirra í forræðisdeilu Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur við danskan barnsföður hennar um dætur þeirra þrjár. Íslenskir dómstólar dæmdu í fyrra að málið skyldi útkljáð ytra og hún ætti að fara með stelpurnar út. Þær voru þangað færðar með lögregluvaldi í sumar og föðurnum að lokum dæmt fullt forræði.
Fjármálaeftirlitið (FME) tilkynnti í dag að það hefði einhliða vikið Sigurði Jóhannessyni úr stjórn lífeyrissjóðsins Stapa. Tilkynningin vekur athygli þar sem samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum hætti Sigurður í stjórninni í vor.
Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra og Bjarkey Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi urðu efst í forvali Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í vor.
Finnbogi Alfreðsson, verkefnisstjóri nýsköpunar- og þróunar hjá Austurbrú, hefur látið af störfum. Launakjör hans samræmdust ekki launastefnu stjórnar félagsins.
Starf forstöðumanns Héraðsskjalasafns Austfirðinga var í morgun auglýst laust til umsóknar. Stjórn safnsins telur rétt að finna sem fyrst nýjan forstöðumann til að tryggja samfellu í starfinu frekar en ráðast í hagræðingu í rekstrarstjórn í safnahúsinu.
Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri leiðir lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi í þingkosningum í vor. Stefán Már Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, verður efstur Austfirðinga.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, leiðir lista hans í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra er í heiðurssætinu.
Neytendur gera auknar kröfur um að vita hvaðan sá matur sem þeir kaupa kemur. Þetta segir Ólafur Kristinn Kristínarson, nýr framkvæmdastjóri kjötvinnslunnar Snæfells sem Sáturfélag Austurlands er að baki.