„Mikilvægt að halda nemendum í heimabyggð aðeins lengur"

framhaldsdeil i vopnafjardarskolaFyrir liggur að framhaldsskóladeild verði starfrækt á Vopnafirði frá og með næsta skólaári, en frá þessu er greint á heimasíðu Vopnafjarðar.

Grundvöllur fyrir deildinni er að nemendur verði nægilega margir á aldrinum 16 til 25 ára og enn liggur ekki ljóst fyrir hvar henni verður fundinn staður, en að því stefnt að verði miðsvæðis í kauptúninu. Haft verður samráð við nemendur og kennara deildarinnar um val á húsnæði sem og búnaði en Framhaldsskólinn á Laugum mun leggja til kennara.

Else Möller, verkefnastjóri Austurbrúar á Vopnafirði segir verkefnið virkilega spennandi og vonar að það geti gengið upp, en fimm nemendur þurfa að vera í deildinni til þess að hún verði starfrækt.

„Það er sambærilegt verkefni á Þórshöfn og það hefur gefist vel, en þetta yrði samvinnuverkefni við framhaldsskólann á Laugum og nemendurnir myndu fara þangað í heimsókn einu sinni í mánuði eða þegar eitthvað er um að vera.

Það skiptir miklu máli að reyna að ná að halda nemendunum í heimabyggð fyrstu eitt eða tvö árin í menntaskóla, en þau eru full ung að fara að heiman 15 eða 16 ára gömul. Seinni tvö árin gætu þau svo farið áfram í Lauga. Þetta er líka kjörið tækifæri fyrir þá sem annars hefðu farið að vinna eftir grunnskóla eða ekki haft tækifæri til þess að fara að heiman í skóla.

Það eru tíu nemendur í 10. bekk núna sem stendur þá til boða að nýta sér þennan kost. Við vitum að þeir muni ekki allir skila sér, en einhverjir þeirra hafa tekið ákvörðun um að fara annað í skóla. Við finnum þó fyrir miklum áhuga á verkefninu, bæði frá Vopnafjarðarhreppi, framhaldsskólanum á Laugum, sem og nemendum og foreldrum," segir Else.

Áhugasamir nemendur og foreldrar geta snúið sér til Else Möller í síma 470-3850 eða í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig er hægt að setja sig í samband við aðstoðarskólameistara á Laugum, Hall Reynisson, í síma 464-6300 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sem góðfúslega veita nánari upplýsingar um námið.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.