F – listi framfara fær meirihlutann í sveitarstjórn Djúpavogshrepps á næsta kjörtímabili. Sex atkvæði skildu hann frá Óskalistanum en listarnir tveir voru einir í framboði.
Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðarhrepps, fékk flest atkvæði í kosningum til sveitarstjórnar þar. Arngrímur Viðar Ásgeirsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson koma þar nýir inn í sveitastjórn. Varpa þurfti hlutkesti um síðasta sætið.
Frambjóðendur í Djúpavogshreppi tókust á um veglínur í botni Berufjarðar á framboðsfundi í gærkvöldi. Óskalistinn segist vilja vinna málið í sátt en oddviti hreppsins segir sitjandi sveitarstjórn hafa tengt sig eins langt þá átt og unnt sé.
Meirihluti Framsóknarflokks og Á-lista á Fljótsdalshéraði heldur. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur mann af Héraðslistanum. Litlu munar að þriðji maður Á-lista felli út þriðja mann Framsóknar sem tapar nokkru fylgi.
Sex atkvæði skilja að listana þrjá sem buðu fram á Seyðisfirði. Sjálfstæðisflokkurinn tapar töluverði fylgi en heldur sínum þriðja manni á tveimur atkvæðum.
Von er á kosningaúrslitum úr Fljótsdal og frá Borgarfirði upp úr klukkan 19:00 í kvöld. Von er á að úrslit af Austurlandi verði orðin ljós fyrir miðnætti.
Möguleg forgangsröðun í fjármálum er það sem helst virðist skilja á milli þeirra þriggja framboða sem bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Seyðisfirði. Húsnæðismál grunnskólans virðast ekki þola frekari bið.
Öll framboðin í Fjarðabyggð koma að þremur mönnum í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Framsóknarflokkurinn vinnur mann af Sjálfstæðisflokknum en listarnir mynda meirihlutann.
Varpa þurfti hlutkesti til að fá úr því skorið hverjir yrðu aðalmenn í hreppsnefnd Fljótsdalshrepps. Eiríkur J. Kjerúlf, sem kemur nýr inn í hreppsnefndina, hafði þar betur gegn Magnhildi Björnsdóttur.
Frambjóðendur Óskalistans í Djúpavogshreppi segjast vilja grandskoða fjármál sveitarfélagsins. Talsmenn lista Framfara segja mestu skipta að styrkja frekar stoðir atvinnulífsins. Þau vilja fara ólíkar leiðir við ráðningu sveitarstjóra.
Bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar segir höfuðverkefni bæjarstjórnarinnar á líðandi kjörtímabili hafa verið að standa vörð um fyrirtækin í bænum. Bæði hafi hún falist í að verjast niðurskurði og ásælni nágranna.