Sindri Freyr og Eva Dögg glímufólk ársins 2015

DSC 0070 webGlímusamband Íslands hefur útnefnt Reyðfirðingana Sindra Frey Jónsson og Evu Dögg Jóhannsdóttur glímufólk Íslands fyrir árið 2015. Þau sigruðu bæði í Íslandsglímunni sem haldin var á Reyðarfirði í vor.

Sindri er 25 ára gamall og hefur stundað glímu í um 15 ár. Hann er alinn upp í Val Reyðarfirði en keppir í dag fyrir KR.

Hann var mjög sigursæll á árinu en helsta afrek hans var þegar hann sigraði Íslandsglímuna og hlaut þar með Grettisbeltið í fyrsta sinn.

Sindri var einnig eini glímumaður landsins sem tapaði ekki glímu á árinu. Sindri hefur verið einn fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár. Hann glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan að því er segir í umsögn stjórnar sambandsins.

Eva Dögg er 20 ára gömul og keppir fyrir UÍA. Hún átti góðu gengi að fagna á glímuvellinum árið 2015. Eva tók þátt í nánast öllum glímumótum á árinu 2015 en helsta afrek hennar var þegar hún sigraði Íslandsglímuna og hlaut þar með Freyjumenið í fyrsta sinn.

Eva keppti einnig á alþjóðlegum mótum í keltneskum fangbrögðum þar sem hún var ávalt í verðlaunasæti og varð meðal annars Skoskur meistari í backhold. Eva Dögg er sögð fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.