Ásmundur Einar: Held það verði djöfull gott að vera bóndi á Íslandi

asmundur einar dadasonMikil sóknarfæri eru í framleiðslu á mjólk og dilkakjöti á Íslandi að mati Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Útlit sé fyrir vaxandi eftirspurn eftir matvælum í heiminum og hækkandi verð. Því skipti máli að bændur hugsi fram í tímann.

Lesa meira

Tuttugu stiga hiti á Dalatanga í gær: Aðeins tvisvar gerst áður í nóvember

mjoifjordur webRúmlega tuttugu stiga hiti mældist á Dalatanga um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Hitinn hefur aðeins tvisvar áður farið yfir tuttugu stig í nóvember á Íslandi síðan mælingar hófust. Mikil hlýindi voru víða um fjórðunginn og hækkaði hitastigið víða snögglega eftir hádegið í gær.

Lesa meira

Orri Smára: Of mikil tölvunotkun er oftast afleiðing annarra vandamála

orri smarasonUmdeilt er hvort skilgreina eigi mikla tölvunotkun sem fíkn eða hvort annað hugtak eigi betur við þótt einkennin séu um margt hin sömu. Algengast er að tölvufíknin haldist í hendur við önnur undirliggjandi andleg vandamál, svo sem lágt sjálfsmat. Erfiðast virðist oft til að fá notandann til að viðurkenna ofnotkun sína.

Lesa meira

Björt framtíð boðar bjartari morgna en Seyðfirðingar vilja bjartari kvöld

huginn 100ara 0010 webForseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði segir nýframkomna tillögu þingflokks Bjartrar framtíðar um að seinka klukkunni á Íslandi vera í þveröfuga átt við vilja Seyðfirðinga. Íbúar þar hafa um hríð barist fyrir því að klukkunni verði flýtt á sumrin þannig sólar njóti lengur við innan fjallahringsins seinni partinn.

Lesa meira

Formaður hagræðingarhóps kannast ekki við seinkun á ráðningum búfjáreftirlitsmanna

lombEkki hefur enn verið hægt að staðfesta ráðningar nýrra búfjáreftirlitsmanna á vegum Matvælastofnunar (MAST) þótt búið sé að tilkynna um ráðningar í störfin. Ástæðan eru óskir hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar um að kostnaður við ný dýraverndunarlög verði endurskoðaður. Formaður hópsins kannaðist ekki við málið þegar hann var spurður út í það á opnum fundi á Egilsstöðum á mánudagskvöld.

Lesa meira

Sjálfstæðismenn á Héraði leita að nýjum bæjarfulltrúum

xd fherad frambod 2010Sjálfstæðismenn á Fljótsdalshéraði þurfa að finna nýja fulltrúa til að bjóða sig fram til setu í bæjarstjórn sveitarfélagsins í sveitarstjórnarkosningum í vor. Enginn þeirra þriggja sem setið hefur sem aðalmaður fyrir hönd flokksins gefur kost á sér áfram.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Farið varlega af stað

nordfjardargong 25112013Búið er að grafa rúmlega 70 metra af væntanlegum Norðfjarðargöngum eða tæplega 1% af heildarlengdinni. Farið er hægt af stað þar sem bergið þykir laust í sér.

Lesa meira

Samið um framtíð Hótel Sögu: Bankinn fær Hótel Ísland

sigurgeir sindri asmundur einar baendafundur webSamkomulag við Arion-banka um skuldir Hótels Sögu eru í höfn. Formaður Bændasamtaka Íslands segir að fulltrúar á Búnaðarþingi verði í framhaldinu að taka ákvörðun hvernig þeir vilji sjá framtíðaraðkomu samtakanna að rekstri hótelsins.

Lesa meira

Seyðfirðingar þakka nágrönnum fyrir stuðningsyfirlýsingar vegna Norrænu

norronaBæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar þakkar nágrannasveitarfélögum sínum veittar stuðningsyfirlýsingar í baráttu sinni fyrir að vera áfram áfangastaður ferjunnar Norrænu. Forsvarsmenn færeyska skipafélagsins sem gerir út ferjuna hafa óskað eftir viðræðum við Fjarðabyggðarhafnir.

Lesa meira

Anna Birna næsti skólameistari Hússtjórnarskólans

annabirnaeinarsdottir webAnna Birna Einarsdóttir tekur við starfi Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað um áramótin. Segja má að Anna Birna sé að snúa aftur á heimaslóðirnar en hún hefur síðustu ár búið á Húsavík.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.