Velta Loðnuvinnslunnar hefur aukist um 70% milli ára

ahofn ljosafellsGlæsilegum árangri var fagnað með áhöfn Ljósafellsins frá Fáskrúðsfirði í gær, en aflaverðmæti skipsins er komið í rúmlega einn milljarð, en það var 750 milljón króna í fyrra.

Áætlað aflaverðmæti allt árið er tæplega 1,1 milljarður sem er um 45% aukning milli ára.

„Við höfum verið að styrkja okkar kvótastöðu undanfarin fjögur ár, en á þessum tíma höfum við keypt 1500 þorskígildi," segir Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.

„Það hefur gengið óskaplega vel, en árið í fyrra var metár hjá Ljósafelli. Velta Loðnuvinnslunnar í heild sinni um 70% á milli ára, sem er ágætt. Slíkur árangur næst ekki af sjálfu sér, heldur erum við með úrvalsfólk til lands og sjávar, að mestu heimamenn," segir Friðrik.

Mynd: Kjartan Reynisson.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.