Sigrún Blöndal, oddviti Héraðslistans, segir að svo virðist sem hugmyndir Héraðslistans hafi ekki átt upp á pallborðið hjá kjósendum á Fljótsdalshéraði. Þeir virðist almennt ánægðir með störf meirihlutans.
Rán Freysdóttir, leiðtogi Óskalistans á Djúpavogi, segist líta á það sem sigur að hafa komið að tveimur mönnum í sveitarstjórn Djúpavogshrepps. Sex atkvæðum munaði á Framfaralistanum, sem náði meirihluta og Óskalistanum.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ræða saman um áframhaldandi meirihlutasamstarf í Fjarðabyggð. Oddviti Sjálfstæðismanna segir vilja kjósenda nokkuð skýran um að þeir styðji meirihlutann áfram.
Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta á Fljótsdalshéraði ræða saman um áframhaldandi samstarf. Oddviti Framsóknarflokksins segist túlka niðurstöður kosninganna á laugardag sem stuðningsyfirlýsingu við sitjandi meirihluta.
Gunnar Jónsson, oddviti Á-listans á Fljótsdalshéraði, segir útkomu listans í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum vera þeim sem að framboðinu standi hvatning til að halda áfram.
Ákveðið var að fara í frekari rannsóknir á því sem framundan er í jarðgangagreftrinum á báðum stöfnum, svo verktakinn hafi sem bestar upplýsingar við vinnslu ganganna.
Jón Þór Þorvarðarson, bóndi á Glúmsstöðum I í Fljótsdal, stóð á bæjarhlaðinu þegar aurskriða féll niður fjallshlíðina í gær. Skriðan fór sitt hvorum megin við fjárhúsin á bænum.
Þreifingar eru hafnar um myndun meirihluta á Vopnafirði en ekki ljóst hvaða stefnu þær munu taka. Oddviti Betra Sigtúns segir að rætt verði við báða flokkana.
Andrés Skúlason, oddviti Framfaralistans á Djúpavogi, er ánægður með kosningaþátttökuna í sveitarfélaginu þar sem hans framboð vann nauman sigur. Hann telur sveitarstjórnina vel mannaða til að takast á við þau verkefni sem framundan eru.
Naumur meirihluti Breiðdælingar vill sameinast öðru sveitarfélagi, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var samhliða sveitarstjórnarkosningunum á laugardag. Fjarðabyggð virðist álitlegast sameiningarkosturinn.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ræða saman um áframhaldandi meirihlutasamstarf á Seyðisfirði. Seyðisfjarðarlistinn hefur lagt til að ekki verði prófað að skipta bæjarstjórninni eftir línum meiri- og minnihluta.
Hákon Hansson, dýralæknir, varð efstur í kjöri til sveitarstjórnar Breiðdalshrepps. Aðeins um helmingur þeirra sem voru á kjörskrá nýtti atkvæðisrétt sinn.