Bláa kirkjan á Seyðisfirði gul

„Við komust ekki til Reykjavíkur á málþing en getum vakið athygli á sjúkdómnum, sem margir vita ekki af, á þennan hátt,“ segir Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi hjá Seyðisfjarðarkaupstað, en þessa vikuna er bláa kirkjan á Seyðisfirði lýst upp með gulum lit í tengslum árveknisátak um Endo sjúkdóminn.

Lesa meira

Valgerður Gunnarsdóttir: Þýðir ekki annað en biðjast afsökunar, skammast sín og læra af þessu

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis kallar eftir að þjóðin sameinist í að forgangsraða þannig í ríkisfjármálum að samgöngumál njóti forgangs. Hún segir eðlilegt að margir séu sárir þegar aðeins sé hægt að framkvæma fyrir fimm milljarða í samgöngumálum á næsta ári þegar samgönguáætlun gerði ráð fyrir fimmtán.

Lesa meira

„Dæmi um hvað einfaldleikinn getur verið sterkur“

Þjónustuhúsið á Vatnsskarði, sem Fljótsdalshérað og Borgarfjarðarhreppur standa að, hefur verið tilnefnt til Menningarverðlauna DV 2016 í flokknum arkitektúr. Hönnuður hússins er Eirik Rönning Andersen frá Zero Impact Strategies.

Lesa meira

Telur Flugfélagið vel sett með vélar

Forstjóri Flugfélags Íslands segir að í öllum rekstri komi alltaf upp vandamál sem ekki sé hægt að sjá fyrir. Félagið felldi niður miðdegisflug í Egilsstaði í gær og notaði þotu í kvöldflugið vegna skorts á flugvélum.

Lesa meira

Sigrún Blöndal: Við fáum engin svör

Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) segir fá svör hjá þingmönnum þegar þeir séu spurðir út í hvers vegna muni tíu milljörðum á samþykkti samgönguáætlun og fjárlögum. Fleiri landshlutar telji sig svikna.

Lesa meira

Miklar áhyggjur af stöðu samgöngumála: Hvaða rugl er í gangi?

Bæjarráð Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs fara fram á að þingmenn tryggi aukið fjármagn til samgöngumála þannig að hægt verði að fara í þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á þessu ári samkvæmt samgönguáætlun. Samtökin Ungt Austurland telja tafir á uppbyggingu samgangna ganga gegn markmiði um bætt búsetuskilyrði á Austurlandi.

Lesa meira

Raunveruleg hætta á að strokulax geti blandast villtum laxi

Skipulagsstofnun vill að Fiskeldi Austfjarða fjalli um kosti þess að nota ófrjóan lax í nýju eldi á Austfjörðum. Til stendur að ráðast í alhliða kortlagningu á útbreiðslu laxfiska í austfirskum ám á næstunni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar