Viljayfirlýsing um stuðning við lýsisverksmiðju: Fundið mikinn áhuga úr Fjarðabyggð

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt undirritun viljayfirlýsingar við lýsisfyrirtækið Margildi þar sem lýst er velvilja og stuðningi í garð mögulegrar verksmiðju fyrirtækisins í sveitarfélaginu. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir yfirlýsinguna þýða að kastljósinu verði enn frekar beint að Fjarðabyggð.

Lesa meira

Ylströndin verður sterkur ferðamannasegull

„Það var sérstaklega ánægjulegt þegar búið var að skrifa undir samningana og nú getur hönnunarvinnan farið í gang,“ segir Ívar Ingimarsson, einn af hluthöfum Ylstrandarinnar við Urriðavatn, sem áætlað er að opni vorið 2019.

Lesa meira

„Hlakka til að gefa til baka í mínu starfi“

„Starfið leggst ákaflega vel í mig, enda hefur verið skemmtilegt að sinna því undanfarið ár. Það er fjölbreytt og lifandi, kannski svolítið í mínum anda,“ segir Erla Björk Jónsdóttir sem skipaður hefur verið héraðsprestur Austurlandsprófastsdæmis.

Lesa meira

Auglýsa eftir rekstraraðila Miklagarðs: Verði opið menningarhús

Vopnafjarðarhreppur hefur auglýst eftir aðila til að sjá um rekstur félagsheimilisins Miklagarðs. Væntanlegum rekstraraðila er ætlað að standa fyrir fjölbreyttu félagslífi og er skylt að skrá starfsemi fyrirtækis síns í sveitarfélaginu.

Lesa meira

„Þetta er það sem samfélagið okkar gengur út á“

Nemendum og starfsmönnum Grunnskóla Reyðarfjarðar stendur nú til boða að fá sér hafragraut í morgunmat í skólanum áður en kennsla hefst. Uppátækið er að frumkvæði foreldrafélagsins og skiptast foreldrar á að mæta árla morguns og útbúa graut.

Lesa meira

Tækifæri til að þróa viðskiptahugmyndir undir leiðsögn

Ástu Kristín Sigurjónsdóttir, klasastjóri Íslenska ferðaklasans, segir gríðarleg verðmæti felast í því að taka þátt í svokölluðum viðskiptahraðli sem Icelandic Strartups stendur fyrir í samstarfi við Íslenska ferðaklasann.

Lesa meira

„Teikna eitt stykki hótel og gleyma jafnvel vatnsveitunni“

Aukning ferðamanna reynir á ýmsa innviði samfélaga. Nýir gististaðir utan þéttbýlisstaða spretta svo hratt upp að ekki er hugsað fyrir fráveitu og jafnvel ekki vatnsveitu áður en farið er af stað. Byrjað er að bóka gistingu áður en öll leyfi eru komin.

Lesa meira

Sjö Austfirðingar fá listamannalaun

Sjö Austfirðingar eru meðal þeirra tæplega 400 einstaklinga sem hljóta listamannalaun í ár. Flestir hljóta laun úr launasjóði hönnuða eða þrír.

Lesa meira

„Samtakamátturinn getur gert ótrúlega hluti“

„Fyrir heildarásýnd ferðamennskunnar er þetta nauðsynlegt skref,“ sagði Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdarstjóri Austurbrúar, en fulltrúar sjö austfirskra ferðaþjónustuaðila voru meðal þeirra sem undirrituðu yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu á þriðjudag.

Lesa meira

„Impassable“ skipt út

Vegagerðin ætlar á þessu ári að skipta út lokunarskiltum með orðinu „impassable“ sem ruglað hafa einhverja ferðamenn. Björgunarsveitarmaður á Breiðdalsvík telur hægt að veita ókunnugum ferðamönnum mun betri upplýsingar en nú er gert.

Lesa meira

Gæti þitt verkefni hlotið styrk?

„Með árlegri styrktarúthlutun leitast bærinn við að komast til móts við þau verkefni sem fram fara í Fjarðabyggð svo við öll getum notið góðs af og haft auk þess hvetjandi áhrif á fleiri til þess að taka þátt,“ segir Dýrunn Pála Skaftadóttir, formaður menningar- og safnanefndar, sem nú auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarmála fjárhagsárið 2017.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.