Gæti þitt verkefni hlotið styrk?

„Með árlegri styrktarúthlutun leitast bærinn við að komast til móts við þau verkefni sem fram fara í Fjarðabyggð svo við öll getum notið góðs af og haft auk þess hvetjandi áhrif á fleiri til þess að taka þátt,“ segir Dýrunn Pála Skaftadóttir, formaður menningar- og safnanefndar, sem nú auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarmála fjárhagsárið 2017.



Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir í Fjarðabyggð geta sótt um styrk til menningarstarfs eða einstakra menningarverkefna. Listamenn, félagasamtök, stofnanir eða menningarviðburðir verða að tengjast Fjarðabyggð með fastri búsetu, með því að viðburðurinn fari fram í Fjarðabyggð eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi í Fjarðabyggð. Ekki eru veittir styrkir til náms, reksturs eða viðhalds húsnæðis.

„Fjarðabyggð leggur ríka áherslu á að styðja við menningarlíf í sveitarfélaginu á breiðum grunni, en það er mikilvægt fyrir samfélagið og einstaklingskrafturinn þar ræður miklu um hvaða viðburðir eru haldnir, því er það mikilvægt að bæði sveitafélagið og fyrirtæki styðji við viðburði og einstaklinga með styrkjum af einhverju tagi, hvort sem umræðir fjárframlag, notkun á húsnæði eða aðstoð við uppsetningu,“ segir Dýrunn Pála.


Fjölbreytt verkefni hafa hlotið styrki

Dýrunn Pála segir aðsóknina í sytrkina hafa verið nokkuð jafna milli ára, en hér má sjá dæmi um þau verkefni sem hafa fengið styrki.

  • Eistnaflug
  • Rokkveislur BRJÁN
  • Hljómsveitarnámskeið BRJÁN
  • BLIND (Jón Hilmar)
  • Þjóðleikur
  • Kór Fjarðabyggðar
  • Leiksýningar á vegum, Leikfélags Reyðarfjarðar, Leikfélags Norðfjarðar, Leikfélags Nesskóla, Leikfélags VA (Djúpið), Leikfélags ME
  • Félag ljóðaunnenda
  • Bókaútgáfa, til dæmis Örnefnd í Mjóafirði og Saga Kvenfélags Reyðarfjarðar í 100 ár
  • Listasmiðja Norðfjarðar – ýmis námskeið
  • Hernámsdagurinn Reyðarfirði
  • Heimildamyndir
  • Ýmsir tónleikar
  • Ýmsir jólatónleikar
Umsóknarfrestur er til 10. febrúar og nánari upplýsingar um umsóknarferlið er að finna hér á síðu Fjarðabyggðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.