Íkveikja á Egilsstöðum í rannsókn lögreglu

„Rannsókn er bara í gangi og ekkert hægt að segja meira um það að svo stöddu,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, en eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi á Egilsstöðum upp úr hádegi á nýársdag. Ljóst er að um íkveikju var að ræða.

Lesa meira

Dæmdur fyrir að selja kannabis

Tvítugur karlmaður var nýverið dæmdur í héraðsdómi Austurlands fyrir sölu á kannabisefnum. Efni fundust í þremur húsleitum sem lögreglan á Austurlandi réðist í skömmu fyrir jól.

Lesa meira

Helmingur desemberbarnanna fæddust um jólin

„Það fæddust tólf börn á aðfangadag og jóladag í Reykjavík í 150 þúsund manna samfélagi og þrjú hér í 10 þúsund manna samfélagi. Þetta er helmingur desemberbarnanna okkar og ég held að slíkt hafi ekki gerst áður,“ segir Hrafnhildur Lóa Guðmundsdóttir, ljósmóðir í Neskaupstað.

Lesa meira

Vilja brjóta upp miðstýrðar eftirlitsstofnanir

Heilbrigðisnefnd Austurlands vill dreifa eftirliti víðar um landið og vera nær þeirri starfsemi sem hafa þarf eftirlit með. Farið verður yfir verklag við upplýsingagjöf hjá HAUST.

Lesa meira

Kjartan Reynisson: Ekki allt fengið með göngum

Norðfirðingar eiga von á mikilli lífskjarabót þegar ný Norðfjarðargöng verða opnuð í sumar. Ekki er þar með allt unnið. Nágrannar þeirra á Fáskrúðsfjarðar segjast hafa háð varnarbaráttu á ýmsum sviðum þau tíu ár sem liðinu eru síðan göng þangað voru opnuð.

Lesa meira

Meiri flutningsgeta með nýjum jarðstrengjum

Nýverið lauk vinnu við styrkingu á jarðstrengjum í þremur austfirskum raflínum. Markmiðið var að auka orkuflutningsgetu þannig að strengirnir takmarki ekki lengur flutningsgetu loftlínanna sem þeir tengjast.

Lesa meira

Flest útköll í sögu slökkviliðsins um áramótin

Annasamasti gamlársdagur í sögu Slökkviliðs Fjarðabyggðar var nú um áramótin þegar sinueldar kviknuðu víða út frá áramótabrennum og flugeldum. Starfsmenn slökkviliðsins eru nú að fara yfir hvaða lærdóm megi draga af aðstæðunum.

Lesa meira

Öfgalaus umræða skilyrði fyrir bættu öryggi á vinnustað

Einföld boð sem birtast oft og skýr markmið eru frumskilyrði þess að takast megi að breyta öryggismenningu á vinnustað. Starfsmenn verða að finna til þess að þeir verði ekki fordæmdir til að þeir þori að ræða mistök sem aftur sé forsenda framfara.

Lesa meira

Gullberg sameinað Síldarvinnslunni

Ákveðið hefur verið að Gullberg ehf. á Seyðisfirði verði sameinað Síldarvinnslunni um áramótin. Síldarvinnslan keypti fyrirtækið haustið 2014 en reksturinn hefur verið á gamla nafninu síðan.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.