Íkveikja á Egilsstöðum í rannsókn lögreglu

„Rannsókn er bara í gangi og ekkert hægt að segja meira um það að svo stöddu,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, en eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi á Egilsstöðum upp úr hádegi á nýársdag. Ljóst er að um íkveikju var að ræða.


Ágætlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, engum varð meint af og ekki þurfti að rýma aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu. Eldurinn kom upp í rúmi í svefnherbergi íbúðarinnar og eru skemmdir á íbúðinni nokkrar. Einn maður var handtekinn á vettvangi en er ekki lengur í haldi. „Það er svo í höndum ákæruvaldsins hvað verður í framhaldinu,“ segir Jónas.

Jónas segir áramótin á Egilsstöðum annars hafa farið sérstaklega vel fram. „Það var ekkert annað sem kom til kasta lögreglu, allt var slétt og fellt.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.