Ræða við samstarfsaðila fyrir stöðina á Reyðarfirði

Framkvæmdastjóri Hringrásar segir fyrirtækið eiga í viðræðum við samstarfsaðila á Austurlandi um áframhaldandi starfsemi starfsstöðvar fyrirtækisins á Reyðarfirði. Starfsemi hennar var stöðvuð fyrir jól.

Lesa meira

Auðveldara að eiga druslur þegar göngin koma

Nemendur í Verkmenntaskóla Austurlands sjá bæði ógnanir og tækifæri í nýjum Norðfjarðargöngum sem verða tekin í notkun síðar á árinu. Viðbrigðin verða ekki síst fyrir þá sem á hverjum degi fara yfir Oddsskarðið í skóla.

Lesa meira

„Guði sé lof fyrir internet“

Fjölskylda frá Norðfirði sem hefur verið í heimsreisu síðan um miðjan desember var meðal þeirra sem þurfti að forða sér hærra upp í land þegar jarðskjálfri sem mældist 7,2 stig reið yfir strönd Fídji-eyja í gærkvöldi og flóðbylgjuviðvörun var gefin út í kjölfarið. Engan sakaði og viðvöruninni hefur verið aflétt.

Lesa meira

Sakfelldur fyrir að brugga krækiberjavín

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær ríflega sextugan karlmann til sektar fyrir að hafa bruggað 95 lítra af krækiberjavíni. Dómurinn lagði ekki trúnað á þann framburð að fyrir kunnáttuleysi hefði saftin hans gerjast.

Lesa meira

Sótölvaður á sveitarúnti

Lögreglustjórinn á Austurland hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir margfelld umferðarlagabrot. Brotin framdi maðurinn á ferð sinni úr Álftafirði norður í Hörgársveit.

Lesa meira

Útlit fyrir tug milljóna halla hjá sýslumanni

Rúmar sextíu milljónir vantar upp á að endar nái saman hjá Sýslumanninum á Austurlandi miðað við fjárhagsáætlun næsta ársins. Búið er að gera tillögu um hagræðingu í rekstri og segir sýslumaðurinn að ekki verði gengið lengra nema að fækka fólki og jafnvel loka starfsstöðvunum.

Lesa meira

Íkveikja á Egilsstöðum í rannsókn lögreglu

„Rannsókn er bara í gangi og ekkert hægt að segja meira um það að svo stöddu,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, en eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi á Egilsstöðum upp úr hádegi á nýársdag. Ljóst er að um íkveikju var að ræða.

Lesa meira

Krefjast þess að málin verði endurskoðuð strax

„Það er því ekki í boði að okkar mati að loka neyðarbrautinni nema þá að önnur ásættanleg lausn finnist. Að mati sveitarfélagsins verður Reykjavíkurborg því að endurskoða ákvörun sína um lokun neyðarbrutarinnar,“ sagði Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, í samtali við Austurfrétt, en bæjarráð Fjarðabyggðar ályktaði um málefni Reykjavíkurflugvallar á fyrsta fundi ársins.

Lesa meira

Sindri nýr stöðvarstjóri í Fljótsdal

Sindri Óskarsson tók um áramótin við starfi stöðvarstjóra Fljótsdalsstöðvar. Hann tekur við af Georg Pálssyni sem verið hefur stöðvarstjóri frá því að stöðin komst í rekstur árið 2006.

Lesa meira

Ótímabært að afskrifa allar rannsóknir á Drekasvæðinu

Sérfræðingur hjá Orkustofnun segir ekkert hægt að fullyrða um hvort olía finnist á Drekasvæðinu en fyrirtæki séu rög að leggja út í miklar rannsóknir meðan olíuverð er lágt. Aðeins eitt sérleyfi af þremur sem veitt voru til leitar er enn í gildi.

Lesa meira

Vilja brjóta upp miðstýrðar eftirlitsstofnanir

Heilbrigðisnefnd Austurlands vill dreifa eftirliti víðar um landið og vera nær þeirri starfsemi sem hafa þarf eftirlit með. Farið verður yfir verklag við upplýsingagjöf hjá HAUST.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.