Vilja brjóta upp miðstýrðar eftirlitsstofnanir

Heilbrigðisnefnd Austurlands vill dreifa eftirliti víðar um landið og vera nær þeirri starfsemi sem hafa þarf eftirlit með. Farið verður yfir verklag við upplýsingagjöf hjá HAUST.


Umræða var á síðasta fundi nefndarinnar eftir umfjöllun fjölmiðla um skilvirkni eftirlits í kjölfar sem kom upp eftir Brúneggja málið. Þótti mörgum þar að Matvælastofnun hefði setið á upplýsingum sem vörðuðu almenning máli.

Í bókun heilbrigðisnefndar segir að sú gagnrýni sem fram hafi komið „hljóti að vekja alla eftirlitsaðila til umhugsunar um bætt vinnubrögð í þágu neytenda.“ Nefndin telur því ástæðu til að fara yfir verklag innan HAUST.

Nefndin notar ennfremur tækifærið til að árétta mat sitt um að nauðsyn sé að „brjóta upp miðstýrðar eftirlitsstofnanir og dreifa eftirliti betur um landið.“

Skorað er því á stjórnvöld að beita sér fyrir því að setja niður nýjar starfstöðvar og störf í nærumhverfi eftirlitsskyldrar starfsemi „enda liggja fyrir því bæði faglegar og fjárhagslegar forsendur sem munu tryggja betur aðhald, skilvirkt eftirlit og eftirfylgni úr nærumhverfinu.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.