Víðtækt rafmagnsleysi eftir truflun í Fljótsdal

Rafmagn fór af víða á Norður- og Austurlandi stuttu eftir klukkan níu í morgun vegna truflunar í tengivirki í Fljótsdal.


Truflunin kom upp klukkan rúmlega níu í morgun og hafði áhrif á byggðalínuna þannig að straumlaust varð víða á Norður- og Austurlandi.

Flutningskerfinu er skipt í tvær eyjar þannig truflunin hafði áhrif allt frá Teigarhorni að Blöndu. Stutt straumleysi varð þannig á Hólum og Teigarhorni.

Um klukkutíma eftir truflunina var uppbygging dreifikerfisins komin vel á veg, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsneti.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar