„Mikilvægt að rannsóknarblaðamennska hljóti viðurkenningu“

„Þetta er fyrst og fremst mikill heiður og viðurkenning,“ segir vopnfirski fréttamaðurinn Tryggvi Aðalbjörnsson, sem hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins sem veitt voru um helgina.

Tryggi hefur unnið á RÚV í rúm fimm ár og fékk verðlaunin fyrir umfjöllun sína fyrirtækið Brúnegg ehf. og brot þeirra gegn dýravernd, svik við neytendur og aðgerðarleysi eftirlitsstofnana.

„Það er mikilvægt að rannsóknarblaðamennska hljóti viðurkenningu þar sem möguleikar íslenskra blaða- og fréttamanna til þess að stunda hana eru takmarkaðir.“

Tryggvi segir að málið hafi um margt verið óvenjulegt.

„Þarna kemur þrennt saman – dýravelferð, upplýsingagjöf til neytenda og svo hlutverk eftirlitsstofanna og upplýsingahlutverk stjórnvalda. Ég tel mikilvægt að mál sem snýr að dýravelferð fái viðlíka umfjöllun því slík mál eru ekki mikið í fjölmiðlum. Það hefur þó sýnt sig að þegar það gerist hefur almenningur áhuga á þeim, lætur sig þau varða og vill fá upplýsingar, sérstaklega þegar þau snúa að matvælaframleiðslu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.