Bláa kirkjan á Seyðisfirði gul

„Við komust ekki til Reykjavíkur á málþing en getum vakið athygli á sjúkdómnum, sem margir vita ekki af, á þennan hátt,“ segir Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi hjá Seyðisfjarðarkaupstað, en þessa vikuna er bláa kirkjan á Seyðisfirði lýst upp með gulum lit í tengslum árveknisátak um Endo sjúkdóminn.



Legslímuflakk eða endómetríósa er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem getur valdið miklum sársauka, blöðru- og þarmavandamálum auk ófrjósemi. Allar konur sem eru byrjaðar að hafa blæðingar geta fengið legslímuflakk. Einnig hefur greinst legslímuflakk í karlmönnum sem er afar óalgengt.

Málþing um sjúkdóminn verður haldið 8. mars næst komandi í Hringsal Landsspítlans. Þar verða fyrirlestrar og pallborðsumræðum, með tilkomu lækna, hjúkrunarfjólks, sjúklinga, aðstandenda og alþingismanna. Landsspítalinn verður m.a. lýstur gulur af þessu tilefni.


Vilja sýna stuðning í verki

„Þetta er leið okkar Seyðfirðingar að sýna málefnum stuðning í verki,“ segir Dagný Erla, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem kirkjan fær á sig annan lit með lýsingu. Hún var til dæmis rauð í febrúar, mánuði hjartans, en þá var athygli vakin á fólki með hjartasjúkdóma, hjartagalla og almenna umræðu um lífsstíl sem tengist heilsu og nokkrar byggingar á Íslandi lýstar rauðar, þar á meðal Seyðisfjarðarkirkja. Hún var svo bleik í október í tengslum við Bleiku slaufuna, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.

Ljósmynd: Ómar Bogason

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.