Fann iPod sem lá úti í tvö ár

Þorgerður María Þorbjarnardóttir fann á dögunum iPod í svokölluðum Múla uppi á Jökuldal þar sem hún var að vinna að uppgræðslustörfum í vinnuskólanum. Tækið hafði legið þarna í tvö ár.

Lesa meira

Skemmtileg Jazzhátíð: Myndasyrpa frá lokatónleikunum

Jón Hilmar Kárason, framkvæmdastjóri Jazzhátíðar Egilsstaða á Austurlandi, segist trúa því að hátíðin í ár hafi verið skemmtileg fyrir þá sem hana sóttu. Aðsóknin hafi á móti verið undir væntingum.

 

Lesa meira

Frönsk Útsala og Cafe Sumarlína

Af og til berast skemmtilegar sendingar til Cafe Sumarlínu á Fáskrúðsfirði. Nýlega barst þangað bók sem ber það skemmtilga nafn Útsala, en hún er í dagbókarformi skrifuð af ungu fólki frá Frakklandi, Cécile og Fred um ferð þeirra um Ísland sumarið 2008.

Lesa meira

Konur sýna saman

Nú stendur yfir listasýningin 4Konur í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Sýningin er samsýning fjögurra kvenna, þrjár eru af Fljótsdalshéraði en sú fjórða frá Halifax í Kanada.

 

Lesa meira

Æringur á Stöðvarfirði

ringur_web.jpgListahátíðin Æringur opnar í Salthúsinu á Stöðvarfirði í dag. Listamenn frá gallerí Crymo í Reykjavík taka þátt í hátíðinni ásamt öðrum listamönnum. Marmkið hátíðarinnar er að gefa listamönnum tækifæri til að vinna verk í nýju umhverfi í samstarfi við heimamenn.

 

Lesa meira

Anna á Hesteyri á gogoyoko.com

Hljóðbókin með ævisögu Önnu á Hesteyri, "Ég hef nú sjaldan verið algild" er nú aðgengileg á heimasíðunni gogoyoko.com Hljóðbókin var gefin út árið 2009 af fyrirtækinu Sagnabrunni ehf, sem er í eigu höfundar, Rannveigar Þórhallsdóttur.

Lesa meira

Fyrstu tónleikar Bláu kirkjunnar á miðvikudag

Fyrstu tónleikarnir af sex í sumartónleikaröðinni Bláa kirkjan á Seyðisfirði verða á miðvikudag, 7. júlí. Þar koma fram Erla Dóra Vogler, mezzósópran, Jón Svavar Jósefsson, baritónn og Matthildur Anna Gísladóttir, píanóleikari.

 

Lesa meira

Tónlistastundir á Egilsstöðum og Vallanesi

Tónlistastundir á Héraði halda áfram á fimmtudag 1. júli í Egilsstaðakirhju og sunnudag 4. júli í Vallaneskirkju. Góð aðsókn var að fyrstu tónlistastundunum sem voru viku fyrr á sömu stöðum.

Lesa meira

Fyrirlestur um varðveislu menningararfsins

Skálanessetur við Seyðisfjörð stendur fyrir fyrirlestri á Hótel Öldunni í dag klukkan 10:00-12:00, þar sem breskir og skoskir sérfræðingar í varðveislu menningararfsins kynna starfsemi setra og fyrirtækja.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.