Konur sýna saman

Nú stendur yfir listasýningin 4Konur í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Sýningin er samsýning fjögurra kvenna, þrjár eru af Fljótsdalshéraði en sú fjórða frá Halifax í Kanada.

 

4konur4.jpgListakonurnar eru paraðar saman tvær og tvær. Meistarinn og prófessorinn Susan Wood er á móti Kristínu Rut Eyjólfsdóttur, sjálfmenntaðri myndlistarkonu. Hitt parið mynda Sjöfn Eggertsdóttir, listmálari og Halla Ormarsdóttir, klæðskeri. Susan og Kristín sýna báðar myndlist, teikningar og málverk en Sjöfn og Halla sýna kjóla og málverk.
Kjólarnir eru hannaðir af Höllu en hún kallar til listmálarann Sjöfn til að lita efnin fyrir sig og mála beint á kjólana.

"Þetta er mjög óvenjuleg nálgun og verða kjólarnir því hálfgerðir skúlptúrar eða sjónrænar tilraunir með efni, form og lagskiptingar," segir Ingunn Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Susan Wood er prófessor við NSCAD listaháskólann í Halifax í Kanada en það er einn virtasti listaháskóli norður-Ameríku. Hún hefur sýnt víða um heim og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir listsköpun sína.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.