Fyrirlestur um varðveislu menningararfsins

Skálanessetur við Seyðisfjörð stendur fyrir fyrirlestri á Hótel Öldunni í dag klukkan 10:00-12:00, þar sem breskir og skoskir sérfræðingar í varðveislu menningararfsins kynna starfsemi setra og fyrirtækja.

skalanessetur.jpgÞessir bresku og skosku aðilar eru í verkefni á Íslandi sem ber vinnuheitið ITCHI, á vegum eins af viðskiptavinum Skálaness í Skotlandi sem sérhæfir sig í að senda fólk út um allan heim í menningar- og náttúrutengd verkefni. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum í varðveislu menningararfsins og eitt af verkefnum hans, meðan á dvöl þeirra stendur, er að ganga frá fornleifauppgraftarsvæðinu á Þórarinsstöðum, en nú er unnið að uppsetningu skilta og frágangi jarðvegar til að bæði vernda minjarnar og gera þær jafnframt aðgengilegar og sýnilegar. 

Hópar sem þessir koma nokkrir á ári, áherslan er yfirleitt meiri á rannsóknir á náttúru og dýralíf, en einnig koma hópar sem listamönnum og sérfræðingum á öðru sviði sem sjá sér hag í að dvelja í Skálanesi rannsóknum sínum til framdráttar, eða einfaldlega til að njóta umhverfisins og nálægðar við náttúruna!

Fyrirlestrarnir í dag eru. 

Anne Martin er frá White Wave, Skyes Outdoor Centre. Hún er einnig þekkt sem gelískur söngvari og hefur gefið tónlist sína í Skotlandi. Hún mun fjalla um hefðbundna vinnusöngva í Norður Skye, Skotlandi. 

Victoria Evans vinnur við útlán frá National Museum of Scotland. Í starfi hennar felst að ákvarða með útlán á þjóðargersemum Skotlands, sjá um að flutningar gangi tryggilega fyrir sér og vinna í nánu samstarfi við söfn á svæðinu við uppsetningu gripa. 

Rachel Clarke vinnur sjálfstætt við rannsóknir fyrir söfn, hún er hönnuður og vinnur að auki við munnlega geymd. Í fyrirlestri sínum kynnir hún listir og arfleifð í Norðaustur Englandi.

John Charlton vinnur sem verkefnastjóri við North Pennines AONB living Pennines Project. Hann mun kynna verkefnið sem felur í sér margvíslega nálgun á varðveislu menningararfsins.

Sheen Irving er sjálfstæður framleiðandi á sjón- og hljóð efni fyrir söfn og setur í Englandi og hefur unnið sem slíkur í áratugi við góðan orðstír. 

Árný Bergsdóttir starfsmaður Miðstöðvar menningarfræða á Austurlandi kynnir verkefnið Aldamótarbæinn.

Fyrirlestrarstjóri er síðan Elfa Hlín Pétursdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.