Tónlistastundir á Egilsstöðum og Vallanesi

Tónlistastundir á Héraði halda áfram á fimmtudag 1. júli í Egilsstaðakirhju og sunnudag 4. júli í Vallaneskirkju. Góð aðsókn var að fyrstu tónlistastundunum sem voru viku fyrr á sömu stöðum.

egilsstadakirkja.jpgTónlistarstundir á Héraði fara vel af stað í ár og er betri aðsókn það sem af er heldur en síðustu ár. Það var nánast húsfyllir í Eglisstaðakirkju fimmtudaginn 24. júní á tónleikum Vígþórs Sjafnars Zophoníassonar tenórs, Ashley Wheat sópran og Kára Þormar píanista. 

Síðan var hvert sæti skipað í Vallaneskirju síðastliðinn sunnudag á tónleikum Jóns Guðmundssonar flautuleikara og Matti Saarinen gítarleikara.  

Á morgun, fimmtudaginn 1. júlí verða Björn Sólbergsson organisti Hallgrímskirju og dóttir hans Sólbjörg söngkona  í Egilsstaðakirju,  þar sem hún syngur við undirleik hans.  

Sunnudaginn 4. júli verða svo Þorbjörn Rúnarsson tenór og Torvald Gjerde harmoníum með tónleika í Vallaneskirju.

Báðir tónleikarnir, bæði á fimmtudag í Egilsstaðakirkju og sunnudag í Vallaneskirkju hefjast klukkan 20.00 og aðgangur er ókeypis sem fyrr.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.