Anna á Hesteyri á gogoyoko.com

Hljóðbókin með ævisögu Önnu á Hesteyri, "Ég hef nú sjaldan verið algild" er nú aðgengileg á heimasíðunni gogoyoko.com Hljóðbókin var gefin út árið 2009 af fyrirtækinu Sagnabrunni ehf, sem er í eigu höfundar, Rannveigar Þórhallsdóttur.

anna_hesteyri.jpgÞórunn Hjartardóttir les sögu Önnu á Hesteyri á hljóðbókinni. Einnig er þar hægt að hlýða á Önnu fara með vísur og segja frá atburðum í lífi sínu. Hægt er að nálgast hljóðbókina hér á Gogoyoko.

,,Á gogoyoko er tónlist innlendra sem erlendra listamanna til sölu. Bæði er hægt að streyma tónlistinni og hljóðbókunum frítt og versla þær á netinu. Aðstandendur heimasíðunnar hafa fengið lof fyrir framsýni og djörfung í markaðsmálum. Víst er að heimasíðan getur verið mörgum íslenskum listamönnum varða á leið til heimsfrægðar, þó að áhangendur Önnu á Hesteyri sé líklegast aðeins að finna á okkar ágæta landi," segir Rannveig Þórhallsdóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.