Anna á Hesteyri á gogoyoko.com

Hljóðbókin með ævisögu Önnu á Hesteyri, "Ég hef nú sjaldan verið algild" er nú aðgengileg á heimasíðunni gogoyoko.com Hljóðbókin var gefin út árið 2009 af fyrirtækinu Sagnabrunni ehf, sem er í eigu höfundar, Rannveigar Þórhallsdóttur.

anna_hesteyri.jpgÞórunn Hjartardóttir les sögu Önnu á Hesteyri á hljóðbókinni. Einnig er þar hægt að hlýða á Önnu fara með vísur og segja frá atburðum í lífi sínu. Hægt er að nálgast hljóðbókina hér á Gogoyoko.

,,Á gogoyoko er tónlist innlendra sem erlendra listamanna til sölu. Bæði er hægt að streyma tónlistinni og hljóðbókunum frítt og versla þær á netinu. Aðstandendur heimasíðunnar hafa fengið lof fyrir framsýni og djörfung í markaðsmálum. Víst er að heimasíðan getur verið mörgum íslenskum listamönnum varða á leið til heimsfrægðar, þó að áhangendur Önnu á Hesteyri sé líklegast aðeins að finna á okkar ágæta landi," segir Rannveig Þórhallsdóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar