Frönsk Útsala og Cafe Sumarlína

Af og til berast skemmtilegar sendingar til Cafe Sumarlínu á Fáskrúðsfirði. Nýlega barst þangað bók sem ber það skemmtilga nafn Útsala, en hún er í dagbókarformi skrifuð af ungu fólki frá Frakklandi, Cécile og Fred um ferð þeirra um Ísland sumarið 2008. kaffi_sumarlina.jpgCésile og Fred komu meðal annars við á Cafe Sumarlínu.  Frá því segir á bloggsíðu Sumarlínu að vertarnir þar fengu tölvupóst frá þeim í fyrrahaust þar sem þau óskuðu sérstaklega eftir því að fá að gera heimsókninna á Fáskrúðsfjörð að umtalsefni í bókinni með tilvitnun í þau og Sumarlínu og með birtingu mynda sem teknar voru við það tækifæri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.