Æringur á Stöðvarfirði

ringur_web.jpgListahátíðin Æringur opnar í Salthúsinu á Stöðvarfirði í dag. Listamenn frá gallerí Crymo í Reykjavík taka þátt í hátíðinni ásamt öðrum listamönnum. Marmkið hátíðarinnar er að gefa listamönnum tækifæri til að vinna verk í nýju umhverfi í samstarfi við heimamenn.

 

Opnunarhátíðin hefst klukkan 17:00 í dag og stendur fram eftir nótt. Boðið verður upp á fusion drykki og snarl auk þess sem gestir og gangandi geta skellt á grillið.

Bæði íslenskir og erlendir listamenn taka þátt í hátíðinni. Tónlistarmenn, dansarar og skáld frá Nýhil taka þátt í opnunarhátíðinni.

Hópurinn hefur verið á Stöðvarfirði seinustu daga til að kynnast staðnum, bæjarbragnum og umhverfinu. Rýmin og efnistök listamannanna eru mjög ólík en mikil áhersla er lögð á að unnið sé út frá nánasta umhverfi Stöðvarfjarðar og því sem að fyrir augu ber í bæjarfélaginu.

Nafnið Æringur er dregið af því að hátíðinni er ætlað að vera árleg á nýjum stað í hvert sinn. Gert er ráð fyrir að hún verði á Bolungarvík næsta sumar.

Listamennirnir sem taka þátt í ár eru:

Kolbrún Ýr Einarsdóttir
Kristín Rúnarsdóttir
Una Margrét Árnadóttir
Örn Alexander Ámundason
Karl Ágúst Þorbergsson
Freyja Eilíf Logadóttir
Sunna María Schram
Nicolas Kunysz
Gregory Mertz
Solveig Pálsdóttir
Katrín Inga Jónsd. Hjördísard.
Jökull Snær Þórðarson
Ragnhildur Jóhannsdóttir
Danilo Stankovic
Una Baldvinsdóttir
Harpa Rún Ólafsdóttir
Rakel Jónsdóttir
Frímann Kjerúlf
Sigríður Torfadóttir Tuliníus
Anna Hrund Másdóttir
Ingibjörg Sigurjónsdóttir
Una Björk Sigurðardóttir
Þorgerður Ólafsdóttir

Hljómsveitir:
JÖKULL SNÆR
MIRI
MARK ZERO
HEMÓLA
DONALD ANDERSON
auk annarra óstaðfestra óvæntra gesta...

Fjöllistahópurinn Núllpúnktur flytur dansverk en hópinn skipa Sunneva Ása Weisshappel, Viktor Pétur Hannesson og Elísabet Birta Sveinsdóttir

Nánari upplýsingar eru á Facebook síðu hátíðarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.