Fjarðabyggð í Útvari í kvöld

fjarabygg.jpgLið Fjarðabyggðar mætir til leiks í spurningakeppninni Útsvari í Sjónvarpinu í kvöld þegar það mætir Grindavík. Ein breyting er á liðinu frá í fyrra.

 

Lesa meira

Útsvar: Frumraun nýs liðsmanns Fljótsdalshéraðs í kvöld

utsvar_fljotsdalsherad_web.jpgLið sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs, sem náð hefur frábærum árangri í spurningakeppninni Útsvari seinustu tvö ár, mætir Akranesi í kvöld. Hrafnkell Lárusson, héraðsskjalavörður, hefur tekið sæti Stefáns Boga Sveinssonar í liðinu.

 

Lesa meira

Stöðvarfjörður: Verður frystihúsið að sköpunarmiðstöð?

stodvarfjordur2.jpgHugmyndir um að breyta frystihúsinu á Stöðvarfirði í sköpunarmiðstöð þar sem saman kom íslenskir og erlendir listamenn voru kynntar á borgarafundi fyrir skemmstu. Stöðin hefur sjálfbærni að leiðarljósi og gert er ráð fyrir að hún gangi fyrir eigin rafmagni.

 

Lesa meira

Sveppabók Helga tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna

helgi_hall.jpgSveppabókin - Íslenskir sveppir og sveppafræði, eftir náttúrufræðingin Helga Hallgrímsson á Egilsstöðum, var í gær tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. Fjórar aðrar bækur eru tilnefndar í flokknum.

 

Lesa meira

Grýla og Leppalúði á ferð í Fljótsdal

grylaoggaul.jpgHin árvissa Grýlugleði verður haldin á Skriðuklaustri sunnudaginn 27. nóvember kl. 14.00. Von er á sagnaálfum og gaulálfum sem munu segja frá og syngja um Grýlu og hyski hennar sem búið hefur um aldir í Brandsöxlinni ofan við Víðivelli í Fljótsdal.

 

Lesa meira

Náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs gefin út á prenti

dyrfjoll_helgi_hall.jpgFyrir stuttu kom út Náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs, eftir Helga Hallgrímsson, náttúrufræðing. Skráin er tæplega 160 blaðsíður að stærð og er lýsing á um 600 stöðum og svæðum í sveitarfélögunum Fljótsdalshreppi og Fljótsdalshéraði, sem höfundur telur sérstaklega athyglisverð og kallar náttúrumæri.  Þeir sem áhuga hafa geta fengið eintak af náttúrumæraskrá Helga á skrifstofum sveitarfélagsins án endurgjalds.

 

Lesa meira

Rithöfundalest á Austurlandi

Hin árvissa rithöfundalest æðir um Vopnafjörð, Hérað og Seyðisfjörð um helgina en ferðin hefst á Vopnafirði í kvöld. Höfundarnir eru að þessu sinni fjórir.

 

Lesa meira

Stöð 1: Líka á Austurlandi

stod1_logo.jpgHafnar eru útsendingar Stöðvar 1 um netið á slóðinni www.stod1.is og er um samfellda opna dagskrá án endurgjalds um að ræða. Stöð 1 mun vera fyrsta íslenska sjónvarpsstöðin sem sendir út samfellda ótruflaða heildardagskrá í rauntíma um netið og er þessi dreifing á merki hennar því kærkomin viðbót við núverandi dreifingu um örbylgju, adsl og ljósleiðarakerfi Vodafone. Notendur netsins geta því notið dagskrár Stöðvar 1 hvar sem þeir eru tengdir á landinu.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.