Stöðvarfjörður: Verður frystihúsið að sköpunarmiðstöð?

stodvarfjordur2.jpgHugmyndir um að breyta frystihúsinu á Stöðvarfirði í sköpunarmiðstöð þar sem saman kom íslenskir og erlendir listamenn voru kynntar á borgarafundi fyrir skemmstu. Stöðin hefur sjálfbærni að leiðarljósi og gert er ráð fyrir að hún gangi fyrir eigin rafmagni.

 

Frá þessu er sagt í Austurglugganum. Það eru Zdenek Patak og Rósa Valtingojer sem eru frumkvöðlar hugmyndarinnar. Þau vinna að stofnun hönnunarvinnslu á Stöðvarfirði sem framleið hönnunarvörur.

Lykilorð verkefnisins eru sköpun og sjálfbærni. Markmiðið er að ná saman hæfileikum fólks, hugmyndum og tækjabúnaði á sama stað og koma á samstarfi milli lista, handverks og hönnunar.

Þingmenn kjördæmisins voru meðal gesta fundarins. Fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, hrósaði framtakinu og sagði ríkið tilbúið að aðstoða með nánast allt nema peninga því þeir væru ekki til.

Meðal þess sem á að vera í húsinu er kaffihús, byggðasafn, listamannaíbúðir, verkstæði og hljóðver.

Þá er gert ráð fyrir að miðstöðin gangi fyrir eigin rafmagni. Í Innri-Einarsstaðaá er stífla og hefur vatn þaðan verið leitt í frystihúsið. Talið er að slík rafstöð gæti framleitt 210.000 KW á ári.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.