Stöð 1: Líka á Austurlandi

stod1_logo.jpgHafnar eru útsendingar Stöðvar 1 um netið á slóðinni www.stod1.is og er um samfellda opna dagskrá án endurgjalds um að ræða. Stöð 1 mun vera fyrsta íslenska sjónvarpsstöðin sem sendir út samfellda ótruflaða heildardagskrá í rauntíma um netið og er þessi dreifing á merki hennar því kærkomin viðbót við núverandi dreifingu um örbylgju, adsl og ljósleiðarakerfi Vodafone. Notendur netsins geta því notið dagskrár Stöðvar 1 hvar sem þeir eru tengdir á landinu.

 

Dagskrá Stöðvar 1 er einungis aðgengileg á heimasvæði stöðvarinnar, og er þar að finna ýmsan fróðleik um þær kvikmyndir sem eru í boði, ásamt frekari upplýsingum, sýnishornum og fleira.

Þá hafa netútsendingar Stöðvar 1 verið sérstaklega virkjaðar fyrir APPLE viðtækin, IPHONE, IPOD & IPAD.

Útsending Stöðvar 1 er einungis opin fyrir íslenska netnotendur vegna höfundarréttarmála, en nýverið samdi sjónvarpsstöðin um sýningarrétt á fjölmörgum kvikmyndum frá Kvikmyndaverunum í Hollywood, sem munu birtast í opinni og ólæstri dagskrá stöðvarinnar á næstunni.

Dagskrárstefna Stöðvar 1 er fyrst um sinn að sýna fjölbreytt úrval kvikmynda, og hafa nú þegar verið til sýninga vandaðar kvikmyndir og heimildarmyndir frá Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þá munu ýmsir vandaðir framhaldsmyndaflokkar bætast við dagskrá stöðvarinnar á næstunni.

Stöð 1 er frjáls og óháður afþreyingarmiðill, sem er opin og án endurgjalds fyrir áhorfendur sína.  Stöðin er aðgengileg öllum íslenskum notendum um internetið, auk Digital Ísland, dreifikerfis Vodafone, og þeirra sem hafa örbylgjuloftnet og er á rás 38 á myndlyklinum.

Að Stöð 1 standi aðilar með mikla reynslu að rekstri sjónvarpsstöðva og uppbyggingu þeirra. Framkvæmdastjóri og eigandi Stöðvar 1 er Hólmgeir Baldursson, stofnandi Skjás 1, og Sölu & Markaðsstjóri er Guðmundur Atlason fyrrverandi Sölustjóri Norðurljósa sem er 365 í dag. Hjá sjónvarpsstöðinni starfa nú 6 manns í fullu starfi við tæknilegar útsendingar og vinnslu auglýsinga, birtingar og markaðsmála og fleira.

Fyrirtækið Stöð 1 var stofnað í Reykjavík í apríl 1990, og fagnar því 20 ára starfsafmæli sínu á þessu ári.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.