Rithöfundalest á Austurlandi

Hin árvissa rithöfundalest æðir um Vopnafjörð, Hérað og Seyðisfjörð um helgina en ferðin hefst á Vopnafirði í kvöld. Höfundarnir eru að þessu sinni fjórir.

 

Kristín Steinsdóttir les úr nýrri skáldsögu sem heitir Ljósa. Bragi Ólafsson les úr bók sinni Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson. Sigrún Pálsdóttir kynnir Þóru biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar og Ævar Örn Jósepsson kynnir sinn nýjasta krimma, Önnur líf.

Lestin brunar í hlað á Miklagarði á Vopnafirði á föstudagskvöld kl. 20.30. Á laugardaginn verður lesið á Skriðuklaustri kl. 15 og á Seyðisfirði fer lesturinn fram í Skaftfelli kl. 15 á sunnudag. Aðgangseyrir er kr. 1000 og 500 kr. fyrir eldri borgara. Bækur höfunda verða til sölu á staðnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.