Útsvar: Frumraun nýs liðsmanns Fljótsdalshéraðs í kvöld

utsvar_fljotsdalsherad_web.jpgLið sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs, sem náð hefur frábærum árangri í spurningakeppninni Útsvari seinustu tvö ár, mætir Akranesi í kvöld. Hrafnkell Lárusson, héraðsskjalavörður, hefur tekið sæti Stefáns Boga Sveinssonar í liðinu.

 

Hrafnkell er uppalinn Breiðdælingur og keppti með Stefáni Boga í Gettu betur liði Menntaskólans á Egilsstöðum undir lok seinasta áratugar. Á Facebook síðu sinni í gær segist hann hlakka til að mæta Skagamönnum.

„Finnst dálítið spes að þreyta frumraunina gegn Akranesi þar sem ég er hálfur Skagamaður, fæddur á Akranesi og á ömmu og afa þar.“

Kennarinn Ingunn Snædal og sauðfjárbóndinn Þorsteinn Bergsson eru áfram í liðinu. Keppnin hefst klukkan 20:15 og verður í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu.

Lið Fjarðabyggðar mætir til leiks eftir viku. Þar standa yfir æfingabúðir um helgina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.