Augnablik: Lög við ljóð Hákons Aðalsteinssonar komin út á disk

augnablik_cover_web.jpgHljómsveitin Nefndin hefur sent frá sér geisladiskinn Augnablik, sem inniheldur lög við ljóð Hákonar Aðalsteinssonar, en Hákon hefði orðið 75 ára í sumar.

 

Á disknum eru þrettán lög, við mörg þekktust ljóða Hákonar, svo sem Hreindýraveiðar, Lífshlaup karlmannsins, Haustljóð og Vorljóð. Ellefu laganna eru eftir Jón Inga Arngrímsson, en tvö erlend.

Hljómsveitin Nefndin er skipuð þeim Valgeiri Skúlasyni trommur og söngur, Hafþóri Val Guðjónssyni gítar og söngur, Jóni Inga Arngrímssyni bassa og söngur og Örnu S. D. Christiansen söngur.

Gestasöngvarar eru þrír, Bjarni Helgason, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir og Sigurlaug Jónsdóttir. Þá nýtur sveitin aðstoðar þeirra Ágústar Ármanns Þorlákssonar á Hammond og harmonikku, Daníels Arasonar á píanó, Magnúsar R. Einarssonar á mandolin, Dan Cassedy á fiðlu, Sigurgeirs Sigmundssonar á slidegitar og Emils Guðmundssonar á ásláttarhljóðfæri.

Upptökur fóru fram í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum í júní 2010, og hljóðblöndum var í höndum Flex Árnasonar.  Villi Warén hannaði útlitið. Útgefandi er JónVal ehf. Póstfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Diskurinn fæst í Hagkaupum, Tónspil, Samkaup Egilsstöðum og hjá útgefanda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.