Fjarðabyggð í Útvari í kvöld

fjarabygg.jpgLið Fjarðabyggðar mætir til leiks í spurningakeppninni Útsvari í Sjónvarpinu í kvöld þegar það mætir Grindavík. Ein breyting er á liðinu frá í fyrra.

 

Guðmundur Rafnkell Gíslason, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar, tekur sæti Péturs St. Arasonar, sem verið hefur með öll árin. Það hefur Kjartan Bragi Valgeirsson einnig gert en Jón Svanur Jóhannsson er á sínu öðru tímabili.Fjarðabyggð náði sínum bestra árangri í keppninni í fyrra þegar liðið komst í aðra umferð.

Liðsmennirnir hafa verið á ströngum æfingum undanfarna daga. Kjartan Bragi, sem stundar læknisnám í Reykjavík, eyddi seinustu helgi við æfingar eystra og liðið kom saman eftir hádegi í dag til að leggja lokahönd á undirbúninginn.

Austfirðingar leggja nú traust sinn á Fjarðabyggðarliðið eftir að Fljótsdalshérað tapaði 42-99 fyrir Akranesi um seinustu helgi.

Mótherjarnir eru úr Grindavík. Keppnin hefst klukkan 20:15 og er í beinni útsendingu Sjónvarpsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.