15. ágúst 2025
Bjarnþór Elíasson í kjörstöðu að vinna Íslandsmeistaratitilinn í torfæru
Ökuþórinn Bjarnþór Elíasson, úr akstursíþróttaklúbbnum START á Egilsstöðum, er í kjörstöðu fyrir allra síðasta mótið á Íslandsmótinu í torfæru sem fram fer á morgun. Hann er á toppnum fyrir mótið og aðeins þrír aðrir keppendur sem geta komið í veg fyrir að hann hampi Íslandsmeistaratitlinum síðdegis á laugardag.